Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 04. nóvember 2014 18:33
Alexander Freyr Tamimi
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Uppgjöf hjá Liverpool
Rodgers er búinn að kasta inn hvíta handklæðinu.
Rodgers er búinn að kasta inn hvíta handklæðinu.
Mynd: Getty Images
Liverpool ætlar að stilla upp algeru varaliði gegn Real Madrid þegar liðin mætast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeu í kvöld.

Liverpool tapaði 3-0 gegn Evrópumeisturunum á Anfield og virðist Brendan Rodgers ekki hafa neina trú á því að sínir menn eigi möguleika á sigri á Bernabeu.

Rodgers gerir sex breytingar á liðinu og leikmenn á borð við Emre can, Javi Manquillo, Lazar Markovic og Fabio Borini fá allir sæti í byrjunarliðinu. Meira að segja Kolo Toure byrjar.

Real Madrid stillir hins vegar upp gríðarlega sterku liði, í raun bara sínu sterkasta, og gætu lærisveinar Carlo Ancelotti tætt Liverpool í sig í kvöld.

Basel mætir Ludogoretz í hinum leið riðilsins. Real er með níu stig, fullt hús, en önnur lið riðilsins eru með þrjú stig hvert.

Byrjunarlið Real Madrid: Casillas, Arbeloa, Varane, Ramos, Marcelo, Modric, Kroos, James, Isco, Ronaldo, Benzema

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet; Manquillo, Toure, Skrtel, Moreno; Lucas, Can, Allen, Lallana; Markovic, Borini.
Athugasemdir
banner
banner
banner