sun 04. desember 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Ranieri: Við erum í fallbaráttu
Claudio Ranieri
Claudio Ranieri
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, stjóri Leicester, gerir sér algjörlega grein fyrir stöðu liðsins en hefur trú á því að það geti unnið sig út úr þeim vandamálum sem liðið er í.

Ríkjandi Englandsmeistarar Leicester hafa aðeins náð í þrettán stig í fyrstu fjórtán leikjunum og eru tveim stigum frá fallsvæðinu eftir tap gegn Sunderland í gær.

„Staðan er erfið. Við erum án alls þess sem við höfðum í fyrra. Þá gekk allt upp en á þessu tímabili gengur ekkert upp."

„Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur og halda réttu jafnvægi innan liðsins. Við verðum að trúa á okkar eigin getu. Þetta verður löng og ströng barátta en þannig er fótboltinn."

„Ég sagði við ykkur um daginn að við værum í fallbaráttu og svoleiðis er það. Við verðum samt að halda ró og þannig komumst við í gegnum þetta. Auðvitað vildum við fá stig úr þessum leik en þeir unnu, vel gert hjá þeim,"
sagði Ítalinn geðþekki að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner