sun 04. desember 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur Ó. semur við sjö efnilega
Aft­ari röð: Gunn­steinn Sig­urðsson stjórn­ar­maður, Jón­as Gest­ur Jónas­son formaður, Kon­ráð Ragn­ars­son, Sum­arliði Krist­munds­son, Sig­ur­jón Krist­ins­son, Brynj­ar Vil­hjálms­son, Ejub Purisevic þjálf­ari og Hilm­ar Hauks­son stjórn­ar­maður. Fremri röð: Pét­ur Stein­ar Jó­hanns­son, Hilm­ar Björns­son og Sanj­in Horoz.
Aft­ari röð: Gunn­steinn Sig­urðsson stjórn­ar­maður, Jón­as Gest­ur Jónas­son formaður, Kon­ráð Ragn­ars­son, Sum­arliði Krist­munds­son, Sig­ur­jón Krist­ins­son, Brynj­ar Vil­hjálms­son, Ejub Purisevic þjálf­ari og Hilm­ar Hauks­son stjórn­ar­maður. Fremri röð: Pét­ur Stein­ar Jó­hanns­son, Hilm­ar Björns­son og Sanj­in Horoz.
Mynd: Víkingur Ó.
Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur hefur gengið frá samningum við sjö unga og efnilega leikmenn, en samningarnir renna út í lok keppnistímabilsins 2019.

Þetta eru þeir Kon­ráð Ragn­ars­son, Sum­arliði Krist­munds­son, Sig­ur­jón Krist­ins­son, Brynj­ar Vil­hjálms­son, Pét­ur Stein­ar Jó­hanns­son, Hilm­ar Björns­son og Sanj­in Horoz, en þeir eru á aldrinum 16-18 ára. Nokkrir þeirra léku með sameiginlegu liði Víkings Ó. og ÍA í 3. flokki í ár.

Ekki þykir ólíklegt að einhverjir af þessum strákum muni koma við sögu næsta sumar í Pepsi-deildinni með Víkingum.

Víkingur Ó. endaði í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili, en þeir komu upp úr Inkasso-deildinni árið áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner