mán 04. desember 2017 11:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Aðstoðarþjálfari Frakklands: Giroud gæti þurft að yfirgefa Arsenal
Mynd: Getty Images
Aðstoðarþjálfari franska landsliðsins, Guy Stephane, hefur látið Olivier Giroud vita af því að ef hann ætlar sér að vera í franska landsliðshópnum í Rússlandi næsta sumar gæti hann þurft að skipta um lið til að fá að spila meira.

Olivier Giroud sem leikur með Arsenal hefur ekki fengið mörg tækifæri með liðinu á þessu tímabili og hefur einungis leikið 234 mínútur í deild.

„Hann verður að finna lausn á þessu á næstu vikum," sagði Guy Stephane.

„Þetta er undir honum komið, hann hefur verið mjög góður síðustu mánuði og hefur verið að skora mörg mikilvæg mörk, en nú verður hann að fá að spila mikið."

Það er ljóst að keppnin verður hörð hjá Giroud því þeir sem eru einnig að berjast um sömu stöðu og Giroud í franska hópnum eru leikmenn eins og Alexandre Lacazette, Antoine Griezmann, Anthony Martial, Kylian Mbappe, Ousmane Dembele og Kingsley Coman.


Athugasemdir
banner
banner
banner