Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 04. desember 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Magni semur við ellefu leikmenn
Hjörtur Geir Heimisson fyrirliði Magna, Oddgeir Logi Gíslason, Björn Andri Ingólfsson, Steinar Adolf Arnþórsson.  Stefán Hrafn Stefánsson varaformaður situr í miðjunni.
Hjörtur Geir Heimisson fyrirliði Magna, Oddgeir Logi Gíslason, Björn Andri Ingólfsson, Steinar Adolf Arnþórsson. Stefán Hrafn Stefánsson varaformaður situr í miðjunni.
Mynd: Magni
Magni Grenivík hefur skrifað undir samninga við ellefu leikmenn sem munu spila með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Magni endaði í 2. sæti í 2. deildinni í sumar og leikur því í Inkasso-deildinni á næsta ári.

Arnar Geir Halldórsson, Bergvin Jóhannsson, Fannar Freyr Gíslason, Hjörtur Geir Heimisson, Ívar Sigurbjörnsson, Jakob Hafsteinsson, Kristinn Þór Rósbergsson og Sveinn Óli Birgisson framlengdu allir samninga sína en þeir hjálpuðu Magna upp um deild í sumar.

Á meðal leikmanna sem skrifuðu undir eru einnig ungir og efnilegir sem eru að gera sína fyrstu samninga. Það eru Oddgeir Logi Gíslason, Björn Andri Ingólfsson, Steinar Adolf Arnþórsson. ​Þeir spila einnig fyrir 2. flokk KA þar sem Magni og KA eru í samstarfi.

Fleiri fréttir af leikmannamálum Magna munu koma á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner