Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 04. desember 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mislintat: Fólk býst við miklu af mér
Það er margt spunnið í njósnarann Mislintat, sem lauk þjálfaranámi fyrir sjö árum.
Það er margt spunnið í njósnarann Mislintat, sem lauk þjálfaranámi fyrir sjö árum.
Mynd: Getty Images
Sven Mislintat var ráðinn sem yfirmaður njósnarateymis Arsenal á dögunum.

Mislintat starfaði hjá Borussia Dortmund í 10 ár og yfirgaf félagið eftir ósætti við Thomas Tuchel, þjálfara Dortmund.

Þjóðverjinn, sem fann leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Pierre-Emerick Aubameyang, Shinji Kagawa og Ousmane Dembele, segir að fólk búist við alltof miklu af honum bara vegna orðsporsins.

„Miðað við fréttirnar sem ég hef verið að lesa bæði frá Englandi og Þýskalandi býst fólk við að ég finni nýjan Dembele í hverjum félagsskiptaglugga," sagði Mislintat við Kicker.

„Það er verið að setja mig á ótrúlega háan stall."
Athugasemdir
banner
banner