Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 04. desember 2017 14:34
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Shaw á skilið að fá tækifæri
Luke Shaw kom til umræðu á fréttamannafundi í dag.
Luke Shaw kom til umræðu á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Getty Images
Manchester United leikur við CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Ansi mikið þarf að ganga á til að United missi af sæti í 16-liða úrslitum.

Nemanja Matic, Michael Carrick og Zlatan Ibrahimovic eru allir fjarri góðu gamni og leika ekki á morgun. Þá verður David de Gea hvíldur og Sergio Romero verður í rammanum.

Jose Mourinho, stjóri United, sagði að Zlatan væri ekki byrjaður að æfa 100% með liðinu eftir erfiðu hnémeiðslin. Hann tekur stundum daga þar sem öll vinna hans fer fram í ræktinni.

Mun Luke Shaw fá tækifæri á morgun?

„Ég verð að hugsa þetta. Ég mun gera nokkrar breytingar en ekki of margar. Við erum ekki komnir áfram og það verður að halda jafnvægi í liðinu. Luke Shaw er að vinna fyrir því að fá tækifæri og það mun koma. Hann á skilið að fá tækifæri. Hann verður í hópnum á morgun en hvort hann byrji get ég ekki sagt," segir Mourinho.

Shaw hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Mourinho en Ashley Young er vinstri bakvörður númer eitt núna.



Athugasemdir
banner
banner
banner