Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. desember 2017 15:46
Elvar Geir Magnússon
Pogba fer í þriggja leikja bann - Man Utd áfrýjar ekki
Pogba í leiknum gegn Arsenal.
Pogba í leiknum gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ákveðið að áfrýja ekki rauða spjaldinu sem Paul Pogba fékk í sigrinum gegn Arsenal.

Frakkinn fékk brottvísun fyrir viðskipti sín við Hector Bellerín.

Pogba klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum Andre Marriner þegar hann fór af velli en mun ekki fá frekari refsingu fyrir það.

Hann fer í þriggja leikja bann og hefst afplánunin um komandi helgi þegar United mætir toppliði Manchester City. Hann missir einnig af leikjum gegn Bournemouth og West Brom.

Bannið gildir ekki um Meistaradeildina og spilar Pogba gegn CSKA Moskvu á morgun.

United er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir City.
Athugasemdir
banner
banner