Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. desember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sam vill íþróttasálfræðing fyrir Gylfa og félaga
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce stýrði Everton til 2-0 sigurs gegn Huddersfield í fyrsta leik sínum við stjórnvölinn.

Hann segist spenntur fyrir framtíðinni og talaði sérstaklega um Gylfa Þór Sigurðsson í viðtali í gær.

Gylfi er dýrasti leikmaður í sögu Everton og er nýlega byrjaður að sýna hvað hann getur með því að skora og leggja upp eftir slaka byrjun á tímabilinu.

„Þetta er stórt félag og án móðgunar til Swansea, þá er búist við meiru af mönnum hér. Staðallinn er hærri," sagði Stóri Sam um Gylfa.

„Gylfi kom seint til félagsins og missti af undirbúningstímabilinu í kringum alla orðrómana. Hann byrjaði tímabilið ekki á sama stað og aðrir."

Sam, sem er þekktur fyrir að vera mjög hvetjandi og að ná því besta úr leikmönnum, telur mikilvægt að ráða íþróttasálfræðing til félagsins. Gylfi viðurkenndi á dögunum að hann hafi misst sjálfstraust eftir slæma byrjun Everton á tímabilinu.

„Ég vil finna góðan íþróttasálfræðing fyrir hópinn, ég held það geti verið afar mikilvægt. Ef hausinn er á hárréttum stað þá spila leikmenn miklu betur. Við erum búin að sjá það hjá leikmönnum félagsins á tímabilinu að það vantar stundum uppá sjálfstraustið. Það ætti ekki að vera vandamál í næstu umferð eftir tvo sigra í röð."
Athugasemdir
banner
banner
banner