Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. desember 2017 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Ótrúleg endurkoma í boði Ibai
Mynd: Getty Images
Girona 2 - 3 Alaves
1-0 C. Stuani ('59)
2-0 Juanpe ('62)
2-1 Ibai ('72)
2-2 Ibai ('87, víti)
2-3 Ibai ('93)

Gomez Perez Ibai var hetja Alaves í óvæntum sigri gegn Girona í kvöld.

Alaves var í vörn allan fyrri hálfleikinn og var staðan markalaus er leikmenn gengu til búningsklefa.

Christian Stuani kom heimamönnum yfir í síðari hálfleik og tvöfaldaði Juanpe forystuna skömmu síðar. Það virtist engin leið til baka fyrir gestina sem voru á botni deildarinnar fyrir leikinn.

Ibai var þó á öðru máli og minnkaði muninn á 72. mínútu. Stundarfjórðungi síðar jafnaði hann úr vítaspyrnu og voru þá aðeins þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.

Ibai var ekki hættur að hrella heimamenn því hann fullkomnaði endurkomuna og innsiglaði dýrmætan sigur með marki í uppbótartíma.

Hann setti þrennu á síðustu 20 mínútum leiksins, en þetta eru fyrstu mörk hans á tímabilinu og fyrsta sinn í tólf ár sem leikmaður Alaves gerir þrennu í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner