banner
   mán 04. desember 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Tottenham og West Ham mætast ekki á gamlársdag
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur ákveðið að færa Lundúnarslag Tottenaham og West Ham sem átti að fara fram sunnudaginn 31. desember.

Þar sem um er að ræða gamlársdag þá var óttast að einungis 43 þúsund áhorfendur gætu mætt á leikinn á Wembley í stað allt að 80 þúsund.

Ástæðan er sú að neðanjarðarlestin í London verður ekki með jafn tíðar áætlunarferðir og venjulega.

Leikur liðanna fer þess í stað fram fimmtudagskvöldið 4. janúar.

Bæði lið eiga leik þriðjudagskvöldið 2. janúar en þá mætir Tottenham liði Swansea á meðan West Ham leikur við WBA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner