Mario Balotelli, framherji Liverpool, hefur spilað fáa leiki að undanförnu en hann hefur aftur á móti verið duglegri í að spjalla við íslenskar stelpur á Instagram.
Eins og sjá mátti í Twitter dagsins á Fótbolta.net þá spjallaði Balotelli við íslenska stelpu sem heitir María Sif.
Eins og sjá mátti í Twitter dagsins á Fótbolta.net þá spjallaði Balotelli við íslenska stelpu sem heitir María Sif.
Hún er ekki eina stelpan sem Balotelli hefur spjallað við á Instagram því að stelpa að nafni Margrét Íris spjallaði einnig við hann um helgina.
,,Þetta byrjaði þannig að ég prófaði að senda og ætlaði að gá hvort að hann myndi svara," sagði Margrét Íris í samtali við Fótbolta.net í kvöld.
,,Það kom mér mjög mikið á óvart að hann svaraði. Svo daginn eftir sendi hann mér upp úr þurru hvað númerið mitt væri."
Balotelli virðist vera mjög hrifinn af íslenskum stúlkum. ,,Allar stelpurnar þaðan eru svo fallegar," sagði Balotelli meðal annars í spjallinu við Margréti og átti þar við stelpur frá Íslandi.
Hér til hliðar má sjá hluta af spjalli Margrétar við Balotelli en hún segist sjálf hafa heyrt af fleiri íslenskum stelpum sem ítalski framherjinn hefur verið að spjalla við. Nóg að gera hjá framherjanum!
Sjá einnig:
Twitter - Balotelli reynir við íslenska stelpu
Athugasemdir