Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 05. febrúar 2013 21:00
Sebastían Sævarsson Meyer
Balazs Dzsudzsak fékk ekki að fara til Liverpool
Mynd: Getty Images
Balazs Dzsudzsak, leikmaður Dinamo Moscow, segir að félagið hafi staðið í vegi fyrir honum um að ganga til liðs við Liverpool í janúar.

Ungverski miðjumaðurinn hefur verið á mála hjá rússneska félaginu í eitt ár en var opinn fyrir félagaskiptum.

Dzsudzsak sá tækifæri til að fara í ensku úrvalsdeildina í janúar þegar Liverpool lagði inn tilboð í leikmanninn en Dinamo Moscow hafði engan áhuga á að selja hann.

Dzsudzsak segist ekki vera svekkja sig mikið yfir þessu því fleiri tækifæri munu gefast.

,,Ég held kyrru fyrir, en þetta var ekki undir mér komið. Dinamo leyfði mér ekki að fara, ekki einu sinni til Liverpool," sagði Dzsudzsak.

,,Ungverjar hafa afskrifað mig, en svo virðist sem virðuleg félög hafa enn trú á mér. Ég er ekkert það vonsvikinn, það sem ekki gerðist janúarglugganum getur gerst næsta sumar."
Athugasemdir
banner
banner