Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mið 05. febrúar 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Ólafur leggur hanskana á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 27 ára að aldri.

Jóhann Ólafur hefur leikið með Selfyssingum lengst af á sínum ferli en hann varði meðal annars mark liðsins í Pepsi-deildinni árið 2010. Eftir erfið meiðsli árið 2012 varði hann einnig markið í 1. deildinni í fyrra.

,,Ég fann bara að áhuginn og viljinn sem þarf að hafa í þessu var ekki lengur til staðar. Eftir langa umhugsun komst ég að þessari niðurstöðu," sagði Jóhann Ólafur við Fótbolta.net í dag.

,,Þetta er mikil vinna sem þarfnast staðfestu og vilja og það hefði einfaldlega ekki verið sanngjarnt hvorki gagnvart sjálfum mér né strákunum í liðinu að halda áfram þegar maður sér ekki fram á að geta gefið sig allan í þetta. Nú taka ýmis önnur verkefni við sem setið hafa á hakanum."

Þá er ljóst að erlendu leikmennirnir Bernard Brons, Javier Zurbano, Juan Martinez og Joe Yoffe eru allir á förum frá Selfyssingum. Óvissa er með króatíska miðjumannin Luka Jagacic en hann er ennþá inni í myndinni.

Hægri bakvörðurinn Sigurður Eyberg Guðlaugsson hefur hins vegar einnig ákveðið að róa á önnur mið.
Athugasemdir
banner
banner