Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 05. febrúar 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Danny Welbeck spilaði í dag
Það styttist í Welbeck.
Það styttist í Welbeck.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Danny Welbeck lék í klukkutíma fyrir U21 lið Arsenal sem mætti Brighton í dag en Welbeck hefur verið frá vegna hnémeiðsla í um tíu mánuði.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vonast til að hafa Welbeck aftur til taks með aðalliðinu eftir þrjár vikur.

Wenger segist telja að leikmaðurinn verði að spila tvo til þrjá leiki áður en hægt sé að nota hann með aðalliðinu.

„Hann hefur ekki spilað í tíu mánuði svo við verðum að sýna þolinmæði. Líkamsbygging hans og náttúrulegt form er gott en það þarf að fara varlega," segir Wenger.
Athugasemdir
banner
banner