Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 05. febrúar 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Toppslagur í Manchester
Manchester City getur tekið yfir toppsætið.
Manchester City getur tekið yfir toppsætið.
Mynd: Getty Images
Það er gífurlega spennandi umferð framundan í ensku úrvalsdeildinni sem hefst með toppslag skömmu eftir hádegi á laugardaginn.

Þar tekur Manchester City á móti Leicester City og geta heimamenn hirt toppsætið af spútnik liði tímabilsins með sigri.

Liverpool tekur á móti Sunderland og Tottenham fær Watford í heimsókn, á meðan Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea eiga leik við Crystal Palace.

Southampton mætir West Ham í lokaleik laugardagsins og síðustu tveir leikir helgarinnar verða spilaðir á sunnudeginum.

Bournemouth fær Arsenal í heimsókn í fyrri leik sunnudagsins áður en Chelsea mætir Manchester United, þar sem tvö af mestu vonbrigðaliðum tímabilsins kljást í afar mikilvægum leik.

Laugardagur:
12:45 Manchester City - Leicester (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Liverpool - Sunderland (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Tottenham - Watford (Stöð 2 Sport 4)
15:00 Swansea - Crystal Palace (Stöð 2 Sport 5)
15:00 Stoke - Everton (Stöð 2 Sport 6)
15:00 Newcastle - West Brom (Bravó)
15:00 Aston Villa - Norwich (Stöð 3)
17:30 Southampton - West Ham (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
13:30 Bournemouth - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
16:00 Chelsea - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner