Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. febrúar 2016 21:25
Arnar Geir Halldórsson
Simeone: Mér að kenna að Jackson gekk ekki betur
Jackson fann sig ekki á Spáni
Jackson fann sig ekki á Spáni
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid segist bera ábyrgð á því að Jackson Martinez hafi ekki tekist að slá í gegn hjá liðinu.

Atletico Madrid borgaði rúmlega 30 milljónir evra fyrir þennan kólumbíska framherja síðasta sumar en hann var seldur til kínverska liðsins Guanzghou Evergrande á dögunum.fyrir 42 milljónir evra.

„Jackson gerði alltaf sitt besta og lagði sig allan fram. Eftir að við ræddum saman ákváðum við að þessi félagaskipti væru það besta í stöðunni fyrir báða aðila.”

„Við óskum honum alls hins besta í Kína og vonandi mun honum ganga vel. Við skiljum í góðu.”
segir Simeone.

Martinez spilaði einungis 15 leiki í búningi Atletico Madrid og skoraði í þeim þrjú mörk.

„Ef að leikmaður nær ekki að aðlagast liðinu mínu ber ég fulla ábyrgð á því. Hann var bæði óheppinn og tækifærin voru kannski ekki nógu mörg. Það er mér að kenna að Jackson er ekki hérna lengur. Þetta er hluti af fótboltanum og ég mun ekki breyta mínum aðferðum.”

„Ég vildi ekki fá framherja í staðinn. Ég er sannfærður um að það sé nóg að hafa Correa, Torres, Griezmann og Vietto,” segir Simeone.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner