Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 05. febrúar 2016 16:30
Elvar Geir Magnússon
Stuttgart okrar á stuðningsmönnum Dortmund
Stuttgart er í harðri fallbaráttu.
Stuttgart er í harðri fallbaráttu.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Borussia Dortmund mótmæla háu miðaverði sem Stuttgart hefur sett á bikarviðureign þessara liða í 8-liða úrslitum.

Ódýrustu sætin á vellinum fyrir stuðningsmenn Dortmund kosta um 5.500 íslenskar krónur sem þykir ansi dýrt á þýskan mælikvarða.

Stuðningsmenn Dortmund vonast til þess að stuðningsmenn Stuttgart verði með þeim í mótmælunum en þeir ætla ekki að mæta í stæðin á vellinum fyrr en 20 mínútur eru liðnar af leiknum.

„Við þurfum meiri pening. Þetta er gert til að við græðum meira á þessum leik. Það er ekki flóknara en það," segir Bernd Wahler forseti Stuttgart en ekki hefur enn verið uppselt á heimaleik hjá liðinu í þýsku deildinni þetta tímabilið.

Víðar í Evrópu er háu miðaverði mótmælt, meðal annars hjá stuðningsmönnum Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner