Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. febrúar 2016 20:00
Fótbolti.net
Heimild: Heimasíða Bergsøy 
Sveinn Óli til Bergsoy (Staðfest)
Kalt í Noregi
Kalt í Noregi
Mynd: Heimasíða Bergsøy
Varnarmaðurinn sterki Sveinn Óli Birgisson hefur skrifað undir samning við norska D-deildarliðið Bergsøy um að leika með liðinu á næstkomandi tímabili.

Sveinn Óli er uppalinn hjá Þór á Akureyri en hefur undanfarin ár leikið með Dalvík/Reyni og Magna frá Grenivík en hann lék lykilhlutverk í vörn síðarnefnda liðsins þegar Magni vann 3.deildina síðasta sumar.

Undirbúningstímabilið stendur yfir í Noregi um þessar mundir og hefur Sveinn Óli æft með liðinu í viku en hann gerði samning við félagið í dag.

D-deildin í Noregi er svæðaskipt þar sem leikið er í tólf riðlum en lið Bergsøy lenti í 10.sæti í sínum riðli á síðustu leiktíð.

Annar Íslendingur, Andri Björn Sigurðsson æfir með liðinu um þessar mundir en er ekki búinn að semja við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner