Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 05. febrúar 2018 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Palli: Ásgeir Börkur nánast alltaf á línunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Páll Snorrason stýrði sínum mönnum til sigurs á Reykjavíkurmótinu og sagði eftir leik að margt mætti bæta þrátt fyrir sigurinn.

Fjölnir hafði betur gegn Fylki í afar fjörugum úrslitaleik, þar sem Þórir Guðjónsson gerði þrennu fyrir Fjölni og Albert Brynjar Ingason tvennu fyrir Fylki.

„Ég er ánægður með fyrsta Reykjavíkurmeistaratitil Fjölnis. Það voru ekki alveg nógu mikil gæði í mínu liði, ég hefði viljað halda boltanum betur. Það er margt sem þarf að bæta þrátt fyrir fínan leik," sagði Óli Palli.

„Við erum með frábæra fótboltamenn í þessu liði og það er einn af okkar styrkleikum að sækja hratt og vera beinskeyttir. Þegar Tóti er rétt staðsettur inní teig eru fáir eins góðir og hann. Hann hefur verið Fjölni mjög mikilvægur mjög lengi."

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaður Fylkis, fékk beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á lokamínútum uppbótartímans.

„Ég sá ekki tæklinguna og brást bara við eins og bekkurinn. Ég áætla að þetta hafi verið svakaleg tækling en ég ætla ekki að fara að velta mér uppúr því hvað Ásgeir Börkur gerir inná vellinum. Þetta er hans fótbolti, hann er á línunni nánast alltaf og það er ekkert hægt að breyta því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner