Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 10:40
Magnús Már Einarsson
Benis Krasniqi í Gróttu (Staðfest)
Benis í leik með KV í fyrra.
Benis í leik með KV í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta hefur fengið varnarmanninn Benis Krasniqi til liðs við sig fyrir átökin í 1. deildinni í sumar.

Benis var á síðasta tímabili á mála hjá KV þar sem hann spilaði alla leiki liðsins nema einn.

Sumarið 2013 var Benis hjá Keflavík og þar áður lék hann með Haukum.

Benis kom fyrst til Íslands árið 2009 en hann hefur einnig leikið með Reyni Sandgerði og KS/Leiftri á ferli sínum.

Benis er fra Kosovo en hann verður 34 ára gamall síðar á þessu ári.

Grótta mætir Víkingi í Lengjubikarnum á laugardag en Benis gæti spilað sinn fyrsta leik með liðinu þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner