fim 05. mars 2015 20:52
Daníel Freyr Jónsson
Danmörk: FCK sló Randers út úr bikarnum
Theodór Elmar var í liði Randers sem féll úr leik.
Theodór Elmar var í liði Randers sem féll úr leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FCK er komið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar eftir að hafa haft betur gegn Randers í kvöld.

Um var að ræða síðari viðureign liðana, en þeirri fyrri lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Randers.

Ekkert mark var hinsvegar skorað í kvöld, hvorki í venjulegm leiktíma né í framlengingu og því var gripið til vítaspyrnukeppni sem lauk með 5-4 sigri FCK.

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með liði Randers og skoraði hann í vítaspynrukeppninni.

Þeir Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason komu hvorugir við sögu hjá FCK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner