Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 09:54
Magnús Már Einarsson
Enska knattspyrnusambandið skoðar hrákur Evans og Cisse
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið mun líklega skoða atvik sem átti sér stað í leik Newcastle og Manchester United í gær.

Jonny Evans, varnarmaður Man Utd, hrækti á Papiss Cisse sem var liggjandi í jörðinni. Cisse stóð þá upp og hefndi sín með því að hrækja til baka á Evans.

Enska knattspyrnusambandið bíður nú eftir skýrslu dómara um atvikið.

Ef ekkert kemur fram í skýrslunni er líklegt að aganefnd enska knattspyrnusambandsins skoði myndbandsupptökur af atvikinu og leikmennirnir gætu fengið refsingu í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner