Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. mars 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
„Kassim spilar með hjartanu"
Kassim Doumbia ásamt syni sínum Mamady.
Kassim Doumbia ásamt syni sínum Mamady.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Carmen Neve, eiginkona Kassim Doumbia varnarmanns FH, er í viðtali hjá gaflari.is. Carmen býr ásamt Kassim í Hafnarfirði en þau hafa verið saman síðan árið 2010.

Kassim hefur vakið athygli í íslenskum fótbolta fyrir að sýna tilfinningar sínar á vellinum og Carmen ræðir um það í viðtalinu.

,,Kassim spilar með hjartanu og hann hefur stórt hjarta, og það er hvorki af því að hann er svartur og múslimi, en á vellinum sýnir hann það en utan vallar er hann jarðbundinn, kurteis og hefur mikla réttlætiskennd. Hann er einn sá allra kurteisasti sem ég hef kynnst og amma mín spurði mig eitt sinn hvar ég hefði eiginlega fundið þennan ljúfa mann? Ég svaraði í gríni að ég hefði fundið hann í frumskógum Afríku“ segir Carmen hlæjandi.

Kassim er múslimi en Carmen er það aftur á móti ekki. „Eftir að mamma dó þá hætti ég eiginlega bara að trúa,“ segir Carmen. En hvernig gengur þá heimilislífið fyrir sig þegar annar aðilinn biðst fyrir allt að fimm sinnum á dag og hinn sem hefur misst trúna?

„Við mætumst á miðri leið, Kassim hefur gert ótrúlega margt sem múslimar gera alla jafna ekki og það sást t.d. í kringum jarðaför mömmu. Hann hjálpaði til við allan undirbúning og kom bæði í kistulagninguna og jarðaförina sem samræmist ekki endilega hans trúarsiðum. Ég steiki mér heldur ekki egg og beikon og svo hætti ég að drekka áfengi þegar við kynntumst. Hvorutveggja finnst mér bara minnsta mál. Þegar við förum í heimsókn til Malí virði ég algerlega þær reglur sem þar gilda, ég klæði mig öðruvísi og ber mikla virðingu fyrir fjölskyldu hans og hennar trúarsiðum. En ég viðurkenni það alveg að áður en ég kynntist Kassim hafði ég skrýtnar hugmyndir bæði um múslima og svart fólk. Ég vissi t.d. ekki hvort borðað væri með borðbúnaði og hélt hreinlega að ég væri bara að fara í frumskóg.“

Carmen segir einnig í viðtalinu frá því þegar hún missti móður sína, hvernig er að vera eiginkona fótboltamanns og að hún og Kassim kunni afar vel við sig á Íslandi.

Smelltu hér til að lesa viðtalið á gaflari.is
Athugasemdir
banner
banner
banner