Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. mars 2015 22:54
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn: Fylkir ekki í vandræðum með Þrótt
Albert heldur áfram að skora.
Albert heldur áfram að skora.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þróttur 1 - 4 Fylkir
0-1 Ingimundur Níels Óskarsson
0-2 Albert Brynjar Ingason
0-3 Ingimundur Níels Óskarsson
1-3 Jón Kaldal
1-4 Ásgeir Örn Arnþórsson
Rautt spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir)

Fylkismenn halda áfram að vera á góðu skriði í Lengjubikarnum en þeir sigruðu Þrótt örugglega 4-1 í Egilshöll í kvöld.

Ingimundur Níels Óskarsson gaf tóninn strax á fyrstu mínútu og eftir rúman hálftíma voru Fylkismenn 3-0 yfir.

Jón Kaldal náði að minnka muninn fyrir hlé með fallegu marki og í upphafi síðari hálfleiks fékk Jóhannes Karl Guðjónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Ef Þróttarar áttu von á að koma til baka þá hvarf hún skömmu síðar þegar Ásgeir Örn skoraði fjórða mark Fylkis og lokatölur 4-1.

Fylkir er með tíu stig eftir fjóra leiki í Lengjubikarnum en Þróttarar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner