fim 05. mars 2015 22:30
Daníel Freyr Jónsson
Lesendur Goal.com telja að Falcao verði ekki áfram
Falcao gengur að velli - Framherjinn hefur sjaldan spilað heilar 90 mínútur í vetur.
Falcao gengur að velli - Framherjinn hefur sjaldan spilað heilar 90 mínútur í vetur.
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao á enga framtíð hjá Manchester United og mun yfirgefa félagið í sumar þegar lánssamningur hans rennur út.

Þetta er niðurstaða könnunar sem vefsíðan Goal.com framkvæmdi í dag, en 75% þeirra sem svöruðu könnuninni voru sammála um að Falcao ætti ekki framtíð á Old Trafford.

Þessi 29 ára gamli kólumbíski framherji er á árslöngum lánssamning hjá United frá Monaco, en hann hefur einungis skorað fjögur mörk í 20 leikjum með United í vetur.

Falcao hefur á undanförnum árum raðað inn mörkum með bæði Porto og Atletico Madrid, áður en Monaco keypti hann sumarið 2013. Þar lenti hann í erfiðum meiðslum og hefur hann ekki náð sér á strik eftir það.

United getur keypt Falcao fyrir 56 milljónir evra upphæð í sumar, en ljóst er að það verður erfitt fyrir forráðamenn félagsins að réttmæta þá upphæð fyrir sjálfum sér miðað við frammistöðu framherjans.

Alls tóku 9180 þátt í könnun Goal.com.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner