fim 05. mars 2015 20:23
Magnús Már Einarsson
Papiss Cisse í sjö leikja bann (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Papiss Cisse hefur ákveðið að mótmæla ekki ákæru enska knattspyrnusambandsins eftir að hann hrækti á Jonny Evans varnarmann Manchester United í leik liðanna í gærkvöldi.

Þetta þýðir að Cisse er kominn í sjö leikja bann.

Samkvæmt reglum FIFA er sex leikja bann fyrir að hrækja á andstæðing og einn leikur bætist við bannið hjá Cisse út af rauðu spjaldi sem hann fékk fyrr á tímabilinu.

Evans hefur frest til klukkan 18:00 annað kvöld til að svara ákærunni en geri hann það ekki mun hann fara í sex leikja bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner