Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 17:15
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpsþátturinn í kvöld - Fótboltamenn í uppistandi
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sjónvarpsþátturinn Fótbolti.net er á sínum stað á ÍNN klukkan 20:30 í kvöld.

Þátturinn er endursýndur klukkan 22:30 og á morgun kemur upptaka af þættinum inn á Fótbolta.net.

Í kvöld munu tveir góðir meðlimir úr uppistandshópnum Mið-Ísland kíkja í heimsókn og ræða fótboltann.

Það eru Björn Bragi Arnarsson og Jóhann Alfreð Kristinsson sem eru báðir stuðningsmenn Tottenham. Þeir ræða sitt lið, Gylfa Þór Sigurðsson og fleira.

Þeir einnig ræða hvernig fótbolti hefur komið við sögu í uppistandi þeirra í gegnum tíðina og þá munu þeir ræða hvaða fótboltamenn og þjálfarar í heiminum væru líklegastir til að ná langt í uppistandi.

Þáttastjórnandi er Magnús Már Einarsson.

Gestir þáttarins:
Björn Bragi Arnarsson
Jóhann Alfreð Kristinsson

Sjá einnig:
Smelltu hér til að sjá upptöku úr fyrsta þætti (5. febrúar)
Smelltu hér til að sjá upptöku úr öðrum þætti (12. febrúar)
Smelltu hér til að sjá upptöku úr þriðja þætti (19. febrúar)
Smelltu hér til að sjá upptöku úr fjórða þætti (26. febrúar)
Athugasemdir
banner