Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 20:40
Daníel Freyr Jónsson
Svíþjóð: Arnór Ingvi skoraði í bikartapi Norrköping
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djurgarden lagði Norrköping 3-1 þegar liðin mættust í riðlakeppni sænska bikarsins nú í kvöld

Um var að ræða leik í lokaumferð riðlakeppninnar áður en útsláttakeppnin hefst.

Framherjinn ungi Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Norrköping í leiknum, en það leit dagsins ljós á 83. mínútu þegar úrslitin voru þegar ráðin. Öll mörk Djurgarden komu á fyrstu 30 mínútum leiksins.

Þrátt fyrir tapið er Norrköping komið áfram í bikarnum, en liðið lenti í efsta sæti riðilsins með jafn mörg stig og Norrby.

Norrköping fer áfram á betri markatölu þrátt fyrir að Norrby hafi unnið Angelholms 5-0 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner