„Tæknilega séð ætti þetta lið að verða ósigrandi í deildinni, það ætti að vinna alla leiki auðveldlega," segir Magnús Valur Böðvarsson, helsti sérfræðingur þjóðarinnar um neðstu deildir landsins.
Magnús var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í gær þar sem rætt var um Augnablik úr Kópavogi. Félagið er nátengt Breiðabliki en leikur í 4. deildinni.
Augnablik blæs í herlúðra eins og tilkynnt var á föstudaginn en sex leikmenn með góða reynslu úr Pepsi-deildinni gengu í raðir félagsins.
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir þessa styrkingu Augnabliks með Magnúsi í útvarpsþættinum og má heyra umræðuna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir