Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 05. mars 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Freyr: Verð að hrósa Selmu Sól
Selma Sól Magnúsdóttir átti góðan leik gegn Hollandi.
Selma Sól Magnúsdóttir átti góðan leik gegn Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson er stoltur af Stelpunum okkar eftir markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollands á æfingamótinu í Algarve.

Ísland gerði jafntefli við Dani, sem fengu silfrið á EM, í fyrstu umferð og tapaði svo fyrir Japan eftir að hafa skipt tíu leikmönnum úr byrjunarliðinu á milli leikja.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, þetta var mikil varnarvinna," sagði Freyr eftir leikinn.

„Færslurnar sem við erum búin að vera að vinna í komu vel fram í dag og leikmenn eru búnir að vera að bæta sig hratt.

„Sóknarleikurinn batnaði líka, við fengum fín upphlaup í dag og tvö dauðafæri. Þær eru með frábæran markmann sem varði vel."


Freyr er ánægður með að hafa náð að loka á öfluga sóknarmenn Hollands í leiknum.

„Þær náðu ekki að skapa sér mikið vegna þess að liðið spilaði góðan varnarleik. Við náðum að taka kantmennina þeirra út úr leiknum.

„Það verður að hrósa Selmu Sól sem var að spila á móti leikmanni sem var valinn besti leikmaður heims fyrir stuttu síðan. Selma var að spila sinn þriðja landsleik eða fjórða og hún gerði gríðarlega vel. Hún hefði ekki getað gert það svona vel nema með svona góða liðsfélaga í kringum sig."


Freyr verður ekki með liðinu í síðasta leik æfingamótsins og grínaðist með að leikmenn verði ánægðir með að vera lausir við hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner