Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   sun 05. maí 2013 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjáns: Gáfum Þórsurum ekki andrými
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann góðan 4-1 sigur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í dag og var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eðlilega ánægður með úrslitin.

,,Ég var ánægður með hvernig við fórum inn í leikinn, spiluðum leikinn af festu og við slepptum aldrei gripinu af leiknum. Varnarleikurinn var þéttur og við gátum farið á þá hratt og vorum aggresívir í því sem við gerðum," sagði Ólafur Kristjánsson eftir leikinn í dag.

,,Við skoruðum góð mörk og sköpuðum góð færi og strákarnir spiluðu þennan leik með sóma."

,,Ég vil ekki meina að þeir hafi verið eitthvað slakari en ég bjóst við. Ég átti von á liði sem myndi gefa sig allan í leikinn, sem þeir gerðu, en við gáfum þeim aldrei andrými til þess að komast inn í leikinn og það var kannski það sem skipti máli."

,,Dagsskipunin í dag var að liggja milli hátt og lágt, leyfa þeim að koma aðeins út og gera þá árás á þá. Eiga pláss sem hægt væri að komast í með fljótum mönnum, komast á kantanna og fyrir. Það tókst fyrsta hálftímann full oft, gæðin á fyrirgjöfunum var ekki alveg eins og ég hefði viljað sjá þær, en það lagaðist í seinni hálfleik og það rúllaði betur þá,"
sagði hann ennfremur.

Breiðablik fer á Hásteinsvöll í næstu umferð þar sem liðið mætir ÍBV, en Eyjamenn sigruðu einmitt ÍA með einu marki gegn engu í dag.
Athugasemdir
banner
banner