Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   sun 05. maí 2013 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjáns: Gáfum Þórsurum ekki andrými
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann góðan 4-1 sigur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í dag og var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eðlilega ánægður með úrslitin.

,,Ég var ánægður með hvernig við fórum inn í leikinn, spiluðum leikinn af festu og við slepptum aldrei gripinu af leiknum. Varnarleikurinn var þéttur og við gátum farið á þá hratt og vorum aggresívir í því sem við gerðum," sagði Ólafur Kristjánsson eftir leikinn í dag.

,,Við skoruðum góð mörk og sköpuðum góð færi og strákarnir spiluðu þennan leik með sóma."

,,Ég vil ekki meina að þeir hafi verið eitthvað slakari en ég bjóst við. Ég átti von á liði sem myndi gefa sig allan í leikinn, sem þeir gerðu, en við gáfum þeim aldrei andrými til þess að komast inn í leikinn og það var kannski það sem skipti máli."

,,Dagsskipunin í dag var að liggja milli hátt og lágt, leyfa þeim að koma aðeins út og gera þá árás á þá. Eiga pláss sem hægt væri að komast í með fljótum mönnum, komast á kantanna og fyrir. Það tókst fyrsta hálftímann full oft, gæðin á fyrirgjöfunum var ekki alveg eins og ég hefði viljað sjá þær, en það lagaðist í seinni hálfleik og það rúllaði betur þá,"
sagði hann ennfremur.

Breiðablik fer á Hásteinsvöll í næstu umferð þar sem liðið mætir ÍBV, en Eyjamenn sigruðu einmitt ÍA með einu marki gegn engu í dag.
Athugasemdir
banner
banner