De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
   mán 05. maí 2014 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill: Ánægður með að fólk hafi trú á mér í Fantasy
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var í heildina ánægður með frammistöðu liðsins er það gerði 1-1 jafntefli við FH í síðasta leik fyrstu umferðar.

Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yfir með góðu marki en Páll Olgeir Þorsteinsson lagði markið upp. Það var svo Hólmar Örn Rúnarsson sem jafnaði metin eftir hornspyrnu og þar við sat.

,,Jájá svona heilt yfir þá held ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þeir eiga skalla í slá í stöðunni 1-1, kannski hálfsénsar en ekkert mikið meira en það. 1-1 eru sanngjörn úrslit

,,Við ætlum að byrja með hápressu og mér fannst það ganga vel fyrstu fimmtán og mér fannst við stjórna leiknum þá. Þeir eru sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik en við getum betur en þetta og sýnum það í næsta leik."

,,Mér fannst fínt að spila hérna og alltaf gaman að komast á gras. Við erum búnir að æfa núna þrjár æfingar á grasi og kannski ekki okkar besta grasi en völlurinn okkar er klár og hann verður líklegast eins og Kaplakrikavöllur."

,,Maður getur allltaf gert eitthvað betur. Það er alltaf eitthvað sem betur má fara, maður gerði sitt besta og heilt yfir er ég ágætlega sáttur. Ég fer í leikinn til að gera eins vel og ég get fyrir liðið, ég er ánægður með að fólk hefur trú á mér og setur mig í Fantasy-liðið,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner