Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
   mán 05. maí 2014 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill: Ánægður með að fólk hafi trú á mér í Fantasy
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var í heildina ánægður með frammistöðu liðsins er það gerði 1-1 jafntefli við FH í síðasta leik fyrstu umferðar.

Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yfir með góðu marki en Páll Olgeir Þorsteinsson lagði markið upp. Það var svo Hólmar Örn Rúnarsson sem jafnaði metin eftir hornspyrnu og þar við sat.

,,Jájá svona heilt yfir þá held ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þeir eiga skalla í slá í stöðunni 1-1, kannski hálfsénsar en ekkert mikið meira en það. 1-1 eru sanngjörn úrslit

,,Við ætlum að byrja með hápressu og mér fannst það ganga vel fyrstu fimmtán og mér fannst við stjórna leiknum þá. Þeir eru sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik en við getum betur en þetta og sýnum það í næsta leik."

,,Mér fannst fínt að spila hérna og alltaf gaman að komast á gras. Við erum búnir að æfa núna þrjár æfingar á grasi og kannski ekki okkar besta grasi en völlurinn okkar er klár og hann verður líklegast eins og Kaplakrikavöllur."

,,Maður getur allltaf gert eitthvað betur. Það er alltaf eitthvað sem betur má fara, maður gerði sitt besta og heilt yfir er ég ágætlega sáttur. Ég fer í leikinn til að gera eins vel og ég get fyrir liðið, ég er ánægður með að fólk hefur trú á mér og setur mig í Fantasy-liðið,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner