Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 05. maí 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Ekki markaflóð í kortunum
Hjörtur er með örugga forystu sem stendur.
Hjörtur er með örugga forystu sem stendur.
Mynd: Fótbolti.net
Elvar spáir sigurmarki frá Bale.
Elvar spáir sigurmarki frá Bale.
Mynd: EPA
Það er komið að undanúrslitum í Meistaradeildinni en í kvöld mætast Juventus og Real Madrid í fyrri leik sínum. Spámennirnir sjá ekki mörg mörk í kúlunni sinni en allir þrír eru ósammála um lokaniðurstöðuna!

Leikurinn hefst klukkan 18:45 en það er Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, sem er að vinna spákeppnina eins og sjá má neðst í fréttinni.

Hjörtur Hjartarson:

Juventus 0 - 0 Real Madrid
Eins leiðinlegt og það er að spá markalausu jafntefli þá tel ég það líklegustu úrslitin. Juve vill ekki fá á sig mark og Madrid sættir sig líka við þessi úrslit.

Kristján Guðmundsson:

Juventus 1 - 0 Real Madrid
Það má vera að einhverjum hafi þótt Real heppið að fá Juve í undanúrslitum en Juve eru feykisterkir þegar þeir ná toppleik og munu fara langt með að ná forskoti í einvíginu á heimavelli í kvöld. Varnarleikur Real var ekki sannfærandi um seinustu helgi en þeir unnu nú samt og það má ekki vanmeta Juventus liðið, þeir hafa það sem þarf til að ná sigri á heimavelli gegn Meisturunum.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon:

Juventus 0 - 1 Real Madrid
Karim Benzema verður ekki með Real í kvöld en samt sem áður vinna Spánverjarnir. Einfaldlega með meiri gæði í sínu liði. Gareth Bale er orðinn heill og ég spái því að hann skori sigurmarkið og slökkvi endanlega í gagnrýnisröddum.

Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Hjörtur Hjartarson - 23
Kristján Guðmundsson - 16
Fótbolti.net - 15
Athugasemdir
banner
banner
banner