banner
   þri 05. maí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Blackpool og Huddersfield fá ekki að spila síðasta leikinn
Þessi mynd lýsir tímabilinu hjá Blackpool frekar vel.
Þessi mynd lýsir tímabilinu hjá Blackpool frekar vel.
Mynd: Getty Images
Leikur Blackpool gegn Huddersfield verður ekki endurspilaður eftir að þurfti að aflýsa honum vegna innrásar stuðningsmanna á völlinn.

Blackpool er löngu fallið úr Championship deildinni en Huddersfield er í 16. sæti og myndi sigur í leiknum koma liðinu uppfyrir Leeds United og í 15. sætið.

„Að láta endurspila viðureignina þjónar engum tilgangi í ljósi þess að úrslit leiksins skipta engu máli fyrir stöðu liðanna í deildinni," stendur í yfirlýsingu frá stjórn neðri deilda enska boltans.

Lokaákvörðun varðandi úrslit leiksins verður tekin á næsta stjórnarfundi þann 14. maí og líklegt er að Huddersfield fái dæmdan 3-0 sigur, enda voru það stuðningsmenn Blackpool sem skemmdu leikinn í mótmælaskyni.
Athugasemdir
banner
banner