Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. maí 2015 07:00
Magnús Már Einarsson
Ellefu ungir skrifuðu undir hjá Haukum
Þessir skrifuðu undir hjá Haukum.
Þessir skrifuðu undir hjá Haukum.
Mynd: Haukar
Eins og kom fram í umfjöllun á Fótbolta.net um spá fyrirliða og þjálfara í 1. deild hafa Haukar lagt mikla áherslu á uppbyggingu yngri flokka félagsins með það að markmiði að ala upp knattspyrnumenn í fremstu röð.

Vel hefur tekist til og nýlega undirrituðu Haukar samninga við 11 leikmenn sem allir eru uppaldir en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

„Þessir ungu leikmenn hafa nú leikið með öllum yngri flokkum félagsins, skilað einum Íslandsmeistaratitli í hús, og komu 2 flokki Hauka úr C-riðli í A-riðil. Allan tímann hafa þeir verið undir handleiðslu fremstu þjálfara landsins, Freys Sverrissonar, Árna Hjörvars Hilmarssonar, Þórhalls Dans og Luka Kostic en þeir síðast nefndu stýra nú strákunum í meistaraflokki," segir í fréttatilkynningunni.

„ Það er afar spennandi sumar framundan. Við munum mæta til leiks með ungan hóp stráka sem nánast eru allir uppaldir hjá félaginu. Það myndast skemmtileg stemming þegar liðið samanstendur af uppöldum leikmönnum og gaman hefur verið að fylgjast með þeim á undirbúningstímabilinu. Við Haukamenn vonum sannarlega að Hafnfirðingar fjölmenni á Ásvelli í sumar enda munu þar leika Hafnfirðingar“ segir Jón Björn Skúlason, stjórnarmaður knattpsyrnudeildar Hauka og bætir við „stemmingin í klefanum er frábær enda strákarnir spilað saman í 15 ár, sannir Haukamenn.“

Hé til hliðar er mynd frá undirskriftinni. Efri röð frá vinstri: Luka Kostic (þjálfari), Stefnir Stefánsson, Þórarinn Jónas Ásgeirsson, Arnar Aðalgeirsson, Sindri Jónsson, Darri Tryggvason, Þórhallur Dan (aðstoðarþjálfari) og Jón Erlendsson (formaður knattspyrnudeildar).
Neðri röð frá vinstri: Þórður Jón Jóhannesson, Haukur Björnsson, Daníel Snorri Guðlaugsson, Lárus Geir Árelíusson, Jóhann Ingi Guðmundsson og Árni Ásbjarnarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner