Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 05. maí 2015 09:41
Magnús Már Einarsson
Ernir Bjarnason í Fram (Staðfest)
Mynd: Fram
Miðjumaðurinn Ernir Bjarnason er kominn til Fram á láni frá Breiðablik. Ernir sem er fæddur árið 1997 á að baki 8 mótsleiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks þar af einn í Pepsi-deild.

Þá hefur hann leikið 14 leiki með U17 ára landsliði Íslands þar af nokkra sem fyrirliði liðsins.

Auk þessa hefur Ernir unnið fjölda Íslandsmeistaratitla með yngri flokkum Breiðabliks.

„Fram fagnar komu þessa öfluga miðjumanns og hlakkar til samstarfsins," segir í yfirlýsingu frá Fram.

Fram er spáð 7. sætinu í 1. deildinni í sumar en liðið hefur leik gegn KA á útivelli á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner