Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. maí 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Katarska ríkisstjórnin handtók fréttamenn og eyddi gögnum
Verkamönnum er borgað fyrir að mæta á sjónvarpaða íþróttaviðburði.
Verkamönnum er borgað fyrir að mæta á sjónvarpaða íþróttaviðburði.
Mynd: AP
Blatter er harðlega gagnrýndur í þættinum.
Blatter er harðlega gagnrýndur í þættinum.
Mynd: Getty Images
Starfsmenn þýska ríkissjónvarpssins segjast hafa verið handteknir í Katar og gögnum þeirra hafi verið eytt af yfirvaldinu.

Þýska ríkissjónvarpið er að undirbúa fréttaskýringaþátt um HM 2022 í Katar þar sem fréttamenn á vegum þess komust yfir ákveðin gögn sem katarska ríkisstjórnin er ekki sátt með.

Florian Bauer er einn fréttamannanna og skrifaði færslu á Twitter þar sem hann greindi frá því að hann og aðrir starfsmenn hafi verið handteknir og yfirheyrðir af lögreglu og leynilögreglu.

Fréttaskýringaþátturinn heitir Sala knattspyrnunnar: Sepp Blatter og vald FIFA.

Í þættinum kemur margt fram um meðhöndlun starfskrafts sem er að vinna við að byggja leikvanga og gera allt klárt fyrir Heimsmeistaramótið. Þá er einnig fjallað um mútumál, mannréttindamál í landinu og farið er djúpt í að skoða fólk sem er borgað fyrir að mæta á sjónvarpaða íþróttaviðburði til að láta líta út fyrir að það sé mikill íþróttaáhugi og kaupmáttur meðal almennings í landinu.

Gríðarlega margir hafa gagnrýnt vinnubrögð Alþjóða knattspyrnusambandsins í kringum HM 2022 og enn fleiri hafa gagnrýnt skipuleggjendur mótsins í Katar, sem er að stærstum hluta ríkisstjórn landsins.

„Nú er þetta opinbert. Við vorum handteknir í #Katar, yfirheyrðir af lögreglu og leynilögreglu. Fengum ekki að yfirgefa landið hvað dögum skipti." stendur í færslu Bauer.




Nasser Al-Khater, einn yfirmanna skipulagningar HM í Katar, er búinn að svara ásökun Bauer.



Athugasemdir
banner
banner
banner