Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2015 16:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Ljóst að það eru margar vikur í að Hendrickx spili
Jonathan Hendrickx.
Jonathan Hendrickx.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að bakvörðurinn Jonathan Hendrickx hjá FH mun að minnsta kosti missa af þriðjungi Pepsi-deildarinnar. Þetta sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna, í viðtali í Akraborginni á X-inu.

Skoðun í dag leiddi í ljós að þessi belgíski leikmaður er með tognuð eða slitin liðbönd og kemur í ljós eftir tvær vikur hvort það verði sex vikur eða þrír mánuðir sem hann mun missa af.

„Bakvarðaógæfa FH gegnum síðustu ár er ótrúleg. Guðjón Árni fékk höfuðhögg, Sam Tillen í fyrra og svo Alen Sutej á sínum tíma," sagði Hörður.

Hendrickx fór meiddur af velli í 3-1 útisigri FH gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær og var í fyrstu óttast að hann væri fótbrotinn en svo reyndist ekki vera.
Athugasemdir
banner
banner