banner
   þri 05. maí 2015 12:46
Elvar Geir Magnússon
MLS: Rauðu nautin prófuðu að tapa leik
Teal Bunbury.
Teal Bunbury.
Mynd: Getty Images
Það er komið að okkar vikulegu yfirferð yfir gang mála í MLS-deildinni. New York Red Bulls tapaði sínum fysta leik á tímabilinu þegar liðið játaði sig sigrað gegn New England Revolution, toppliði austurriðilsins.

Bandarísku landsliðsmennirnir Charlie Davies og Teal Bunbury skoruðu mörk New England sem hefur ekki tapað í 15 heimaleikjum í röð.

Toronto FC lauk sjö leikja útileikjatörn sinni með 1-0 sigri þar sem ítalski framherjinn Sebastian Giovinco skoraði beint úr aukaspyrnu. Toronto spilar alla þessa útileiki því framkvæmdir eru í gangi á leikvangi félagsins.

Ríkjandi meistarar í LA Galaxy gerðu 1-1 jafntefli gegn Colorado Rapids og Kristinn Steindórsson lék seinni hálfleikinn þegar Columbus Crew tapaði 2-0 fyrir DC United. Kristinn og félagar eru í fjórða sæti austurriðils.

Úrslit vikunnar:
New York City FC 1 - 3 Seattle Sounders FC
DC United 2 - 0 Columbus Crew
New England Rev. 2 - 1 New York Red Bulls
LA Galaxy 1 - 1 Colorado Rapids
Portland Timbers 0 - 0 Vancouver Whitecaps
Sporting Kansas City 1 - 0 Chicago Fire
Houston Dynamo 1 - 4 FC Dallas
Real Salt Lake 1 - 1 San Jose Earthquakes
Philadelphia Union 0 - 1 Toronto FC
New York Red Bulls 1 - 1 Colorado Rapids
Athugasemdir
banner
banner
banner