Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. maí 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho í viðræður um nýjan samning
Mourinho ætlar að vera hjá Chelsea eins lengi og Abramovich vill hafa hann.
Mourinho ætlar að vera hjá Chelsea eins lengi og Abramovich vill hafa hann.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho mun funda með Chelsea um nýjan samning eftir að hann tryggði liðinu enska meistaratitilinn um síðustu helgi. Áætlanir Chelsea eru að binda hann til 2019,

Roman Abramovich, eigandi félagsins, er ánægður eftir að Mourinho skilaði deildabikarsigri og enska meistaratitlinum..

Þessi samningur hefur verið í kortunum en viðræður geymdar þar til Chelsea næði að landa sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í fimm ár.

Mourinho segist ákveðinn í að vinna fleiri titla og stefnir á að vera hjá Chelsea eins lengi og Abramovich vilji hafa sig í starfi.

„Það hefur verið mikið álag og ég er þreyttur. Það er erfitt að glíma við þetta en sem betur fer erum við staðfestir meistarar núna. Loksins getum við andað, slakað á og notið. Við getum horft til baka og séð hversu mikið við áttum þetta skilið," segir Mourino.
Athugasemdir
banner
banner
banner