Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. maí 2015 17:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Umboðsmaður Kára Árna í fangelsi vegna morðmáls
Kári Árnason í viðtali.
Kári Árnason í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umboðsmaður íslenska landsliðsvarnarmannsins Kára Árnasonar situr í fangelsi vegna morðmáls en þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók í Akraborginni á X-inu í dag.

„Umboðsmaðurinn minn lenti í því fyrir nokkrum vikum að fara í fangelsi svo ég heyri bara í honum einu sinni í viku. Hann var með gæja sem framdi morð," sagði Kári sem hjálpaði Rotherham að halda sæti sínu í ensku B-deildinni.

Kári er á 33 aldursári og viðurkennir að sinn vilji sé að fara í nýtt félag. Hann segist ánægður með umræddan umboðsmann og segist treysta honum vel.

„Hugurinn leitar annað en þegar maður er kominn á þennan aldur er erfitt að finna eitthvað nýtt og koma sér til skárra félags."

Steve Evans, stjóri Rotherham, er stjóri af gamla skólanum og er lítið sem ekkert um skipulagða taktík í leikaðferð hans. Evans er ansi litríkur karakter og mætti til að mynda í sandölum og með fyndinn hatt í leik um daginn.

„Við strákarnir höfum mjög gaman að þessu og það er alltaf eitthvað í gangi en þetta verður þreytt í æfingum og leikjum," segir Kári sem er á leið til Marokkó í frí og segir það svo sannarlega kærkomið.

„Með þennan einstakling í brúnni er þetta mjög þreytandi. Ef þú ert að fylgjast með þessu sem áhorfandi er þetta mjög fyndið en annað ef þú ert leikmaður."

Viðtalið við Kára kemur inn á Vísi í kvöld eins og önnur viðtöl úr Akraborginni.
Athugasemdir
banner
banner