Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. maí 2016 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Arsenal tilbúið að virkja riftunarákvæði Kante
Mun Kante yfirgefa Englandsmeistarana?
Mun Kante yfirgefa Englandsmeistarana?
Mynd: Getty Images
Arsenal leggur nú allt í sölurnar við að ganga frá kaupum á franska miðjumanninum N´Golo Kante.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur slegið í gegn með Leicester á leiktíðinni en liðið varð Englandsmeistari á dögunum eins og flestum ætti að vera kunnugt um.

Kante hefur með frammistöðu sinni í vetur unnið sér sæti í franska landsliðinu og ljóst að hann verður eftirsóttur á leikmannamarkaðnum í sumar.

Í samningi Frakkans við Leicester er riftunarákvæði upp á 19,8 milljónir punda og samkvæmt nýjustu fréttum er Arsene Wenger tilbúinn að punga út þeirri fjárhæð til að klófesta Kante.

Fleiri lið munu væntanlega reyna slíkt hið sama en vitað er af áhuga frá Chelsea og Man City.
Athugasemdir
banner