Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. maí 2016 18:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið Liverpool og Villarreal: Can kominn til baka
Can hefur verið meiddur undanfarið.
Can hefur verið meiddur undanfarið.
Mynd: Getty Images
Núna kl 19:00 mætast Liverpool og Villarreal í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópu deildarinnar.

Fyrri leikur liðanna endaði með 1-0 sigri Villarreal þar sem markið kom alveg í lokin frá Adrian Lopez.

Liverpool verður því að vinna leikinn með meira en einu marki, eða vinna 1-0 og sigra svo í vítaspyrnukeppni til að komast í úrslitlaleikinn gegn annað hvort Shakhtar Donetsk eða Sevilla sem gerðu 2-2 jafntefli fyrri leiknum hjá sér.

Hjá Liverpool ber hæst að nefna að Emre Can er kominn til baka eftir meiðsli á meðan liðið er sóknarsinnað í upstillingu. Adam Lallana, Roberto Firmino, Coutinho og Daniel Sturridge byrja allir. Christian Benteke er á bekknum.

Það kemur á óvart hjá Villarreal að Alphonse Areola er kominn í markið í stað Sergio Asenjo og að Adrian Lopez, markaskorarinn úr fyrri leiknum er á bekknum. Annað kemur ekki mikið á óvart.

Byrjunarlið VIllarreal:
Areola, Mario, Musacchio, Ruiz, Costa, dos Santos, Pina, Bruno, Suarez, Soldado, Bakambu

Byrjunarlið Liverpool:
Mignolet, Clyne, Toure, Lovren, Moreno, Can, Milner, Lallana, Firmino, Coutinho, Sturridge
Athugasemdir
banner
banner
banner