Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2016 20:56
Arnar Geir Halldórsson
Evrópudeildin: Liverpool og Sevilla í úrslitaleikinn
Sturridge skýtur Liverpool í úrslit
Sturridge skýtur Liverpool í úrslit
Mynd: Getty Images
Fyrra mark Gameiro í uppsiglingu
Fyrra mark Gameiro í uppsiglingu
Mynd: Getty Images
Það verða Liverpool og Sevilla sem mætast í úrslitum Evrópudeildarinnar í Basel þann 18.maí næstkomandi.

Á Anfield í Liverpool var Villarreal í heimsókn og höfðu Spánverjarnir eins marks forskot eftir fyrri leikinn.

Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og komust yfir strax á sjöundu mínútu þegar Bruno Soriano setti boltann í eigið net.

Daniel Sturridge sá svo um að skjóta Liverpool í úrslitaleikinn með marki á 63.mínútu og Adam Lallana gerði endanlega út um viðureignina tíu mínútum fyrir leikslok.

Á sama tíma var Shakhtar Donetsk í heimsókn hjá ríkjandi meisturum Sevilla. Kevin Gameiro kom heimamönnum í 1-0 en Króatinn Eduardo jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé.

Gameiro hóf síðari hálfleikinn á sama hátt og þann fyrri og kom Sevilla í 2-1. Brasilíski bakvörðurinn Mariano gerði svo endanlega út um einvígið eftir klukkutíma leik.

Liverpool 3 - 0 Villarreal Liverpool vinnur samanlagt 3-1
1-0 Bruno Soriano ('7 , sjálfsmark)
2-0 Daniel Sturridge ('63 )
3-0 Adam Lallana (´81)
Rautt spjald:Victor Ruiz, Villarreal ('71)

Sevilla 3 - 1 Shakhtar Donetsk Sevilla vinnur samanlagt 5-3
1-0 Kevin Gameiro ('9 )
1-1 Eduardo ('44 )
2-1 Kevin Gameiro ('47 )
3-1 Mariano ('59 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner