fim 05. maí 2016 19:30
Arnar Geir Halldórsson
Firmino og Oscar ekki með á Copa America
Brasilíska landsliðið er mikið breytt frá HM 2014
Brasilíska landsliðið er mikið breytt frá HM 2014
Mynd: Getty Images
Willian verður með í Bandaríkjunum
Willian verður með í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið 23 manna lokahóp fyrir Copa America sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar.

Áður hafði 40 manna hópur verið valinn en margir sterkir leikmenn komast ekki í lokahópinn og ber helst að nefna þrjá sterka miðjumenn úr enska boltanum.

Það eru þeir Roberto Firmino (Liverpool), Oscar (Chelsea) og Fernandinho (Man City).

Reynsluboltinn Kaka hlaut heldur ekki náð fyrir augum Dunga að þessu sinni en eins og áður hefur komið fram mun Neymar ekki gefa kost á sér í liðið á Copa America en verður í staðinn með á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro.

Margir sterkir leikmenn komust ekki einusinni í 40 manna hópinn og ber þar helst að nefna Thiago Silva, David Luiz og Marcelo.

Hér má sjá hópinn sem fer á Copa America.

Markverðir: Alisson (Internacional), Diego Alves (Valencia), Ederson (Benfica)
Varnarmenn: Miranda (Inter), Gil (Shandong Luneng), Marquinhos (Paris Saint-Germain), Rodrigo Caio (Sao Paulo), Dani Alves (Barcelona), Filipe Luis (Atletico Madrid), Fabinho (Monaco), Douglas Santos (Atletico Mineiro)
Miðjumenn: Luiz Gustavo (Wolfsburg), Elias (Corinthians), Renato Augusto (Beijing Guoan), Coutinho (Liverpool), Lucas Lima (Santos), Willian (Chelsea), Casemiro (Real Madrid), Rafinha (Barcelona)
Sóknarmenn: Douglas Costa (Bayern Munich), Hulk (Zenit), Gabriel Barbosa (Santos), Ricardo Oliveira (Santos)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner