fim 05. maí 2016 16:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Helmings líkur á að Mahrez fari í sumar
Riyad Mahrez gæti yfirgefið Leicester.
Riyad Mahrez gæti yfirgefið Leicester.
Mynd: Getty Images
Það eru helmingslíkur á að Riyad Mahrez, besti leikmaður ensku deildarinnar á tímabilinu, fari frá englandsmeisturum Leicester í sumar, samkvæmt umboðsmanni hans.

Eigindur Leicester eru ríkir og hafa engan áhuga á að selja stjörnur liðsins en Paul Merson, sérfræðingur Sky Sports, spáir því að Mahrez yfirgefi liðið.

Nú hefur Kamel Bengougam, umboðsmaður Mahrez, staðfest að hann muni líta í kringum sig.

„Það er auðvitað möguleiki á að hann fari. Þegar þú spilar eins og Mahrez hefur gert þá vekur þú áhuga."

„Hann er mjög ánægður hjá Leicester og þetta er búið að vera frábært tímabil og þeir spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð svo hann yrði ánægður með að vera áfram. Hins vegar ef eitt af stóru liðunum bjóða í hann, þyrftum við alvarlega að íhuga það," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner