Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 05. maí 2016 23:36
Magnús Már Einarsson
Jón Arnar og Sveinn Sigurður í Fjarðabyggð (Staðfest)
Sveinn Sigurður Jóhannesson.
Sveinn Sigurður Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð hefur fengið Jón Arnar Barðdal og Svein Sigurð Jóhannesson á láni frá Stjörnunni.

Sveinn Sigurður stóð í marki Stjörnunnar í 2-0 sigri liðsins á Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

Duwayne Kerr, frá Jamaíka, er nú mættur til landsins og verður í markinu í næsta leik. Því hefur Sveinn fengið leyfi til að fara á lán.

Jón Arnar er sóknarmaður sem var á láni hjá Þrótti síðari hlutann á síðasta tímabili eftir að hafa áður leikið nokkra leiki í Pepsi-deildinni með Stjörnunni.

Jón Arnar hefur verið meiddur í vetur en hann er nú kominn á fulla ferð.

Bæði Sveinn og Jón Arnar eru úr sigursælum 1995 árgangi hjá Stjörnunni.

Fjarðabyggð er spáð 11. sætinu í Inkasso-deildinni í sumar en liðið fær Huginn í heimsókn í fyrstu umferðinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner