Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. maí 2016 15:54
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kári og Viðar töpuðu í bikarúrslitum
Mynd: Heimasíða Malmö
Malmö og Hacken mættust í dag í úrslitaleik sænska bikarsins. Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson byrjuðu báðir í liði Malmö.

Liðin mættust í deildarleik fyrir tæpri viku og þá vann Malmö öruggan 3-0 sigur þar sem Viðar Örn skoraði öll mörkin.

Það allt allt mjög vel út hjá Malmö framan af. Mörk frá Markus Rosenberg og Magnus Wolff Eikrem kom þeim í 2-0 í fyrri hálfleik.

Oscar Lewicki fékk hins vegar að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik og voru Malmö menn því manni færri í 40 mínútur eða svo. Það nýtti Hacken sér svo sannarlega því þeir voru búnir að jafna korteri seinna. Demba Savage og Nasiru Mohammed voru þar að verki.

Þannig voru lokatölur og því þurfti að framlengja. Ekkert var skorað í framlengingunni og var því gripið til vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Hacken menn betur og eru því sænskir bikarmeistarar. Kári Árnason skoraði úr sinni spyrnu en það dugði ekki til.

Kári spilaði allan leikinn fyrir Malmö á meðan Viðar spilaði fyrstu 100 mínúturnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner