Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2016 13:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ólíklegt að Kompany spili meira á leiktíðinni
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany meiddist enn og aftur í gærkvöldi er Manchester City tapaði gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Kompany, fyrirliði City, hefur verið að glíma við meiðsli alla leiktíðina en hann fór af velli eftir tíu mínútur í gær og hélt hann um hægri löpp sína.

Real vann að lokum, 1-0 og Manuel Pellegrini, þjálfari liðsins segir að Kompany hafi meitt sig á nára.

City mun vita meira um meiðslin hjá Belganum í dag en þá kemur liðið heim frá Spáni en ólíklegt þykir að hann spili meira á leiktíðinni en vonast er til að hann verði klár á EM í sumar.

Kompany er nýkominn úr meiðslum en þetta var í 33.skipti sem Kompany meiðist síðan hann kom til City frá Hamburg árið 2008.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner